/customers/hjalti.se/hjalti.se/httpd.www/wordpress/wp-content/plugins/wp-cache/wp-cache-phase1.php hjalti.se – Myndablog » Tækni
inicio mail me! sindicaci;ón

Fullt af nýjum myndavélum!

Síðastliðna 2 daga hafa verið tilkynntar alveg haugur af myndavélum frá mismunandi fyrirtækjum eins og Pentax/Samsung K20D og K200D, Fuji F100fd, Canon EOS 450D og margt fleira.

Þessar 4 sem ég nefni þarna eru mest spennandi vélarnar sem hafa verið tilkynntar.

K20D er með 14.8 megapixla (á 1.5 croppi) en þeir halda því fram að þetta sé alveg æðisleg vél. Það verður nú samt áhugavert að sjá hversu korníóttar myndirnar verða með þennan auka 14.8 mpx.

Þessi vél lítur samt soldið út eins og geimskip og það er nú bara fjör.

Hér er mynd af þessari vél

Pentax K20D

K200D er svo ódýrari og einfaldari útgáfa af þessari vél.

Það sem er kanski meira áhugavert frá Pentax er það að þeir koma nú með nýjar linsur og þetta eru einmitt linsurnar sem Pentax vantaði.

smc PENTAX-DA* 200 mm F2.8ED [IF] SDM

smc PENTAX-DA* 300 mm F4ED [IF] SDM

2 Langar Prime linsur sem munu vonandi hjálpa Pentax að komast betur inn í Pro markaðin. Verður áhugavert að sjá hvernig og kanski aðalega HVENÆR þessar linsur koma á markað.

Næsta vél er Canon EOS 450D sem er í raun það sem maður gat búist við frá Canon, Skemtileg vél með alltof mikið af megapixlum með hálf asnalega stórum skjá sem verður voðalega vinsæl og fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í ljósmyndun mun kaupa endalaust mikið af henni.

Viljið þið mynd?

eos450dback.jpg

Svo kemur það sem mér þótti vera lang áhugaverðast.

Lítil P&S vél frá Fuji arftaki F30 og F31fd og hún er kölluð F100fd

Núna erum við að tala saman :)

Vélin er með 12 megapixla sem er alltof mikið fyrir litla vél, en þeir halda því fram að það sé kominn ný stilling sem kallast “High dynamic range” til þess að ná betur ljósu og dökku svæðunum. Vélin er með Face Detection búnað (Hardware) sem læsir fókusnum á andlitið á fólki. Mjög áhugaverð tækni sem virkar ótrúlega vel á þessum litlu vélum. Þeir eru líka búnir að skella “Dual Image Stabilisation” í vélina sem gerir það að ef þú kveikir á þessu þá hreyfist sensorinn með hreyfingum og ISOið rýkur upp úr öllu valdi upp í ISO 12800 sem ætti að skila þér alveg hræðilega kornóttum myndum. Samt sem áður þá hef ég trölla trú á þessari vél og ég vona að hún skilar því sem F30, F31fd og F50fd hafa verið að skila fyrir litlar vélar.

Þetta er vonandi vél án shutter lags og án allskonar leiðindarhluta sem lýsa yfirleitt litlu vélunum.

F100fd

Vonandi lýsir þetta af einhverju leiti nýjustu vélunum á markaðinum síðastliðna 2 daga.

Hægt er að sjá mun betri og hlutlausari lýsingu á þessu öllusaman á www.dpreview.com