/customers/hjalti.se/hjalti.se/httpd.www/wordpress/wp-content/plugins/wp-cache/wp-cache-phase1.php hjalti.se – Myndablog » Sjálfsmynd
inicio mail me! sindicaci;ón

Sjálfsmyndir

Einu sinni ætlaði ég mér að taka 100 sjálfsmyndir á 100 dögum eins og aðrir hafa gert. Til dæmis Árni Torfa.

Ég entist í 42 daga og það er hægt að sjá þessar 42 myndir hér.

Ég var í smá töku í vinnuni í dag og ákvað nú bara að smella einni sjálfsmynd á meðan að stelpurnar voru í fataskiptum.

Hjalti G. Hjartarson

Svo þegar þær hættu að vera berrasaðar….

Hjalti.se, Begga til hægri og Svana til vinstri

…þá vildu þær fá myndir af sér. Og þær hepnuðust líka vel.

2008 er ár breytinga

2008 er ár breytinga eins og má sjá á ýmsu.

Hjaltinn er að fara að giftast drottninguni sinni, Hjaltinn ætlar að komast í form, Hjaltinn ætlar fyrir utan evrópu í fyrsta skiptið á æfini, Hjaltinn ætlar að taka myndir fyrir sjálfan sig og núna eigið þið ekki eftir að trúa ykkar eigin augum, Hjalti er kominn með Filmu Lomo vél og er farinn að skanna myndir heima hjá sér. Það er rétt góðir gestir. Helvítið sjálft hefur frosið yfir.

Ég verð að játa að þetta er þrusu fjör… fékk fínan skanna í þetta mál og er búinn að vera að leika mér.

Myndirnar eru miklu grófari einhvernveginn

Hérna eru sýni síðan um Jólin

firstlomo.jpg

1.Ein sem ég tók mig til og vann pínu

scan-080117-0004_small.jpg

2. Hjalti að flippa með alsberri Korinnu

scan-080117-0008_small.jpg

3. Korinna að henda Snjó í Hjalta!!!

scan-080117-0005_small.jpg

4. Næsta gata

Ég er að hafa voða gaman að þessu allavega og ég vona að ég sé ekki orðinn alger ofur nörd með þessum framförum mínum :)