/customers/hjalti.se/hjalti.se/httpd.www/wordpress/wp-content/plugins/wp-cache/wp-cache-phase1.php hjalti.se – Myndablog » Miðbærinn
inicio mail me! sindicaci;ón

Workshop Reykjavíkur labb

Síðastliðnar vikur hefur hópur af fólki setið fyrirlestra og kenslustundir þar sem farið var í Portrait ljósmyndun, Landslagsljósmyndun og líf Blaðaljósmyndara frá A til Ö.

Við sem skipulögðum þetta tókum eftir þeirri umræðu sem var í gangi um friðun húsa á laugaveginum og hringdum í Torfusamtökin.

Strákarnir þar vildu ólmir hjálpa okkur í því að labba um miðbæinn til að skrásetja þau 100 hús sem á að rífa í miðbæ reykjavíkur.

Ég sá svo eftir að við skipulögðum þetta labb að Chris Lund hefur farið í svona project líka að mynda miðbæinn til að skrásetja það sem er að gerast þar.

Eftirfarandi myndir eru mín skrásetning á þessum degi með Torfusamtökunum. Ég ætla mér að halda þessari skrásetningu áfram og þetta verður vonandi langtímaverkefn.

Ef þið smellið á myndina hér að neðan þá farið þið inn í albúm með yfir 30 myndum úr labbitúr gærdagsins.

_MG_0208small

Miðbæjar rotta

Einu sinni var ég miðbæjar rotta, ég bjó á Snorrabrautini á horni Laugavegar og Snorrabrautar og einu Pizzur sem ég keypti voru hjá Eldsmiðjuni og Reykjavik Pizza company.

Þegar að konan mín var komin með ógeð á miðbænum og vildi gerast Suburbian þá samþykkti ég það en kveið pínu fyrir að flytja í úthverfi.

Allt hefur nú samt verið fínnt og gott og manni líður mun betur hérna en af og til þá fer maður í 101 Reykjavík til að sjá hvað það var sem maður bjó við.

Þegar maður les og heyrir að verktakar ætla að rífa yfir 100 hús í miðbæ Reykjavíkur þá bregður manni og maður hugsar hvað gerist með miðbæjjinn, gamla heimilið.

Skylda ljósmyndara er að skrásetja og að gerast vitni af tímanum sem er að líða

Hér með byrjar skrásetning mín.

Hurð í porti

Dillon Beer Garden - Once my favourite bar down town

Bókabúðir eru einn uppáhalds staðurinn minn í miðbænum