/customers/hjalti.se/hjalti.se/httpd.www/wordpress/wp-content/plugins/wp-cache/wp-cache-phase1.php hjalti.se – Myndablog » Matur
inicio mail me! sindicaci;ón

Breytingar

Svona rétt eftir áramótin fer maður að strengja áheit hingað og þangað en maður leggur líka í það að breyta kanski aðeins til heima hjá sér.

Það var löngu orðið tímabært að fá sér betra skrifborð fyrir vinnuaðstöðina og svo að fá sér almennilegan vínskáp.

Tölvuborð eru nú alltaf tölvuborð en ég ákvað að smella mynd af því.

Tölvuborðið

ca. helmingi meiri vinnupláss. Ímyndið ykkur það :)

Síðan sem er þarna á myndini er sniðug síða sem ég fann með hjálp æðislegu konunar minnar.

Síðan heitir SparkPeople.com og gengur út á það að vera ókeypis hjálp fyrir fólk sem vill æfa og borða rétt. Hægt er að safna stigum og svo er þetta alveg heljarinnar comunity í kringum þetta. Alveg tilvalið s.s. til þess að koma sér í smá form fyrir brúðkaupið. Veit að Korinna verður alveg voðalega ánægð þegar mér tekst það :).

Svo fengum við okkur vínskáp í stofuna til að losa smá pláss úr eldhúsinu og hann kemur svona líka rosalega vel út.

Vínskápurinn

Tekið með Canon EOS 5D og EF 135mm f/2 @ f/2