/customers/hjalti.se/hjalti.se/httpd.www/wordpress/wp-content/plugins/wp-cache/wp-cache-phase1.php hjalti.se – Myndablog » Korinna
inicio mail me! sindicaci;ón

Sjóstangveiði með Faxa og Eldingu

Ákvað í gær eftir ferðina á Kjöl (sem fær sér blog) að skella mér í Sjóstangveiði með Korinnu, Pabba og Atla litla bróðir.

Fengum fínasta verð hjá Faxa sem keyrir mikið fyrir Eldingu og við skelltum okkur út á Faxaflóann

Nokkrar myndir fyrst og svo fáið þið heilan bunka.

Farið frá Reykjavík

Korinna með annan fisk æfinar og Maríuþorskinn sinn

Þetta er dani sem kom með okkur í veiðiferð. Ég ætla að kalla hann Espen

Fýllin var gríðarlega kræfur og þetta er tekið á 50mm brennivídd.

Brúðkaupsboðskort og Ferming

Búinn að vera að mynda slatta af fermingum síðastliðin mánuð en núna eru byrjuð brúðkaupin.

Tók fyrsta brúðkaupið í vetur svona rétt fyrir áramót hjá Einari og Söndru.

En svo var ég að taka myndir fyrir brúðkaups boðskort í síðustu viku og bætti við það fermingamyndum á sunnudaginn.

Rómantísk mynd

Fermingabarn á svölunum

Rosalega ánægður með útkomuna úr þessum tökum báðum og ég held að þau sem fengu myndirnar séu alveg æðislega sátt líka.

Brúðkaupsvertíðin er annars alveg að fara að bresta á með okkar eigin brúðkaupi :)

Rétt rúmlega mánuður í brúðkaupið en spennan er orðin gríðarleg bæði að giftast dúlluni minni en líka að fara til Maldívu Eyja með henni.

Bendi enn og aftur á “Hafðu samband” hlekkin hérna fyrir ofan ef ykkur vantar einhverja þjónustu.

Korinna pínu tunn eftir djammið í gær að hugsa

Annað bloggið á nokkrum klukkutímum….. asnalegt en samt ekki :)

Fékk nýja linsu áðan. Græjjupervertinn í manni fékk að ráða ríkjum og ég keypti Canon EF 70-200 f/2.8L IS

Smellti einni mynd af konuni minni við læristörf.

Korinna að hugsa um óhugsaða hluti

Canon EOS 5D – 70-200 f/2.8 IS @ 200mm – f/2.8 – ISO 200

Þýzku Kennarinn Ógurlegi

Þegar ég var í skóla í Svíþjóð þá voru allir Þýzku kennarar voðalega ógnvekjandi og þar af leiðandi lærði ég aldrei neina Þýzku.

Núna er konan mín að fara að gerast Þýzkukennari og hérna er hún að fara yfir verkefni sem hún lagði fyrir nemendurna sína.

Sæti Þýzkukennarinn

Mér fynnst hún ekkert voðalega ógnvekjandi…. bara voða sæt bara… sjáið þið einbeitinguna? rooosalegt alveg :)

Korinna kominn heim!

Korinna kom heim í gær og er strax farinn að læra þannig að ég ákvað bara að mynda hana svolítið fyrst að mér leiðist á meðan :)

Korinna og Eplið að læra eplafræði
Korinna og eplið að læra Lensbaby v3 á Canon Eos 5D

Annars þá var ég að kaupa mér 2 nýjar myndavélar.

FED 5C Rangefinder

FED 5c Rangefinder, Rússneskur Rangefinder til að sjá hvort maður eigi nú einhverntíman að fá sér alvöru Leicu

og

Seagull TLR

Seagull TLR 6×6 Medium Format, Kínverskur TLR (Twin Lens Reflex) til að sjá hvort manni langi einhverntíman í Rolleiflex.

2008 er ár breytinga

2008 er ár breytinga eins og má sjá á ýmsu.

Hjaltinn er að fara að giftast drottninguni sinni, Hjaltinn ætlar að komast í form, Hjaltinn ætlar fyrir utan evrópu í fyrsta skiptið á æfini, Hjaltinn ætlar að taka myndir fyrir sjálfan sig og núna eigið þið ekki eftir að trúa ykkar eigin augum, Hjalti er kominn með Filmu Lomo vél og er farinn að skanna myndir heima hjá sér. Það er rétt góðir gestir. Helvítið sjálft hefur frosið yfir.

Ég verð að játa að þetta er þrusu fjör… fékk fínan skanna í þetta mál og er búinn að vera að leika mér.

Myndirnar eru miklu grófari einhvernveginn

Hérna eru sýni síðan um Jólin

firstlomo.jpg

1.Ein sem ég tók mig til og vann pínu

scan-080117-0004_small.jpg

2. Hjalti að flippa með alsberri Korinnu

scan-080117-0008_small.jpg

3. Korinna að henda Snjó í Hjalta!!!

scan-080117-0005_small.jpg

4. Næsta gata

Ég er að hafa voða gaman að þessu allavega og ég vona að ég sé ekki orðinn alger ofur nörd með þessum framförum mínum :)

Breytingar

Svona rétt eftir áramótin fer maður að strengja áheit hingað og þangað en maður leggur líka í það að breyta kanski aðeins til heima hjá sér.

Það var löngu orðið tímabært að fá sér betra skrifborð fyrir vinnuaðstöðina og svo að fá sér almennilegan vínskáp.

Tölvuborð eru nú alltaf tölvuborð en ég ákvað að smella mynd af því.

Tölvuborðið

ca. helmingi meiri vinnupláss. Ímyndið ykkur það :)

Síðan sem er þarna á myndini er sniðug síða sem ég fann með hjálp æðislegu konunar minnar.

Síðan heitir SparkPeople.com og gengur út á það að vera ókeypis hjálp fyrir fólk sem vill æfa og borða rétt. Hægt er að safna stigum og svo er þetta alveg heljarinnar comunity í kringum þetta. Alveg tilvalið s.s. til þess að koma sér í smá form fyrir brúðkaupið. Veit að Korinna verður alveg voðalega ánægð þegar mér tekst það :).

Svo fengum við okkur vínskáp í stofuna til að losa smá pláss úr eldhúsinu og hann kemur svona líka rosalega vel út.

Vínskápurinn

Tekið með Canon EOS 5D og EF 135mm f/2 @ f/2

Pæ á föstudagskvöldi

Korinna að búa til ljúffengt pæ á föstudagskvöldi.

Pæbakstur

Allir velkomnir :)

Svona lítur þetta út

Ready Pie

 Og núna er bara helmingur eftir…