/customers/hjalti.se/hjalti.se/httpd.www/wordpress/wp-content/plugins/wp-cache/wp-cache-phase1.php hjalti.se – Myndablog
inicio mail me! sindicaci;ón

Golden Circle Trip

Gudrun vinkona Korinnu var hérna á klakanum yfir áramótin og fórum við í æðislega ferð á gullfoss og geysi.

Myndirnar fá að fylgja með :)

Sandra Berndsen Label- Oktober

Fór í alveg frábæra töku rétt fyrir Jól með Söndru Berndsen fatahönnuði.

Nokkrar myndir úr þeirri töku hér.

Stúdíófílíngur!

Er búinn að vera alltof latur að pósta skemtilegum myndum þannig að hér koma 3 alveg glóðheitar!

Supermodel anyone?

Supermodel anyone?

Ofur pro!

Ofur pro!

Mjallhvít fékk sér eppli.... en kafnaði ekki!

Mjallhvít fékk sér eppli.... en kafnaði ekki!

Ekki amalegt þegar maður fær að leika sér með svona flott módel í stúdíóinu!

Jógúrtgerð

Fékk spurningu inni á www.fagun.is Fágun.is Félag Áhugamanna um Gerjun

Hvernig býr maður til sitt egið jógúrt.

Ég ákvað að búa til litla myndaseríu.

Innihaldslýsing

Innihaldslýsing

1L G-Mjólk eða Mjólk sem hefur verið hituð upp yfir 85°C og látið kólna niður fyrir 40°, Hrein jógúrt  blönduð samanvið sem stofn, 1.5L af sjóðandi vatni í ílátið sem heldur hita á dótinu. Eða reyna að halda sæmilegu hitastigi í 12 tíma undir ílátinu með mjólkini.

Mjólkin, Vatnið og Jógúrtin kominn í ílátið

Mjólkin, Vatnið og Jógúrtin kominn í ílátið og lokað

Látið standa í 12 tíma

Látið standa í 12 tíma

Ílát opnað og kælt vel

Ílát opnað og kælt vel og njótið með Cheerios

Endilega komið með spurningar ef það eru einhverjar :)

Snæfellsnes 1 árs afmæli

Fórum í smá ferð um Snæfellsnesið í dag hérna er smá preview af myndum þaðan :)

17 Maí, þá verður komið 1 ár síðan ég og Korinna giftum okkur á Búðum.

Ef einhverjir hafa enn ekki séð brúðkaupsmyndir þá eru þær hér.

http://wedding.hjalti.se

Jörvi Stout

Jörvi Stout er fyrsti Stoutin sem Brugghúsið Jörvi býr til.

Grunnurinn að uppskriftini er Midwest Supplies Oatmeal Stout

Í pakkanum er

1.9 Lítrar af Dökku Malt Extracti

250 g Haframjöl

120 g D̦kk Rista̡ Malt РChocolate Malt

120 g Rista̡ Bygg РRoasted Barley

30 gröm af Fuggles Humlum

og Muntons Þurger

Ég breytti uppskriftini aðeins og bætti við dökk ristaða maltið og setti örlítið Crystal Malt.

Skipti svo út Gerinu og setti Safbrew S-33 ger í staðinn. (takk Úlfar fyrir þessa hugmynd)

Dótið allt meskjað og svo soðið saman í klukkutíma.

ca. 3′a tíma process allt í allt og bjórinn er núna kominn í Gerjun.

Búinn að útbúa Logo fyrir hann svo þegar hann fer á flöskurnar.

Jörvi Stout

Jörvi og Hamborgaraveislan

Ég sá að í augnablikinu er bæjarhátíð Dalabyggðar sem er kölluð Jörvagleði eftir mínum háttvirta naggrís Jörva.

Ég smelli þessvegna inn einni góðri af Jörva þar sem hann er að spóka sig á stofugólfinu.

Jörvi að spóka sig

Jörvi að spóka sig

Og svo má að sjálfsögðu ekki sleppa hamborgaraveisluni sem ég lofaði í síðasta bloggi.

Grænmeti er ómissandi með hamborgaranum

Grænmeti er ómissandi með hamborgaranum

Kjötið er kryddað með sérstakri kryddblöndu

Kjötið er kryddað með sérstakri kryddblöndu

Heimabakað hamborgarabrauð sem slær öllu út

Heimabakað hamborgarabrauð sem slær öllu út

Kosningar myndatökur og matur…

Ég er búinn að vera letiljósmyndari síðan í október eða eithvað þannig að núna er kominn tími til að taka sig á.

Karlinn er kominn með nýja vél Canon EOS 1D mkIII og ég ætla að reyna að taka vélina með mér í sem flest.

Kosningarnar eru líka komnar og eftir mikla feldlegu hef ég endað á því að snúa Sjálfstæðisflokkin baki í fyrsta skiptið á æfinni og kýs samkvæmt útilokunaraðferðini.

1. Samfylking – out

2. Sjálfstæðisflokkur – out

3. Vinstri Grænir – out

4. Borgarahreyfing – out

Þá kemur bara 1 til greina og hann varð fyrir valinu.

Við Korinna höfum verið rosaleg að elda frábæran mat síðastliðna daga þannig að ég hef myndað það aðeins. Hérna er sushiveisla gærdagsins.

Fiskur skorinn

Fiskur skorinn

Skorinn silungur, gúrka, avocado og lax

Skorinn silungur, gúrka, avocado og lax

Smjörsteiktur humar með sem "sashimi"

Smjörsteiktur humar með sem "sashimi"

Smjörsteikti humarinn góði

Smjörsteikti humarinn góði

Hamborgaraveisla í næsta þætti!

Skegg!

Síðastliðnar vikur hef ég safnað skeggi….

Ekki viljandi endilega en ég hef bara verið að prófa…..

Næsta mynd sem ég set inn verður sjálfsmynd eftir að ég er búinn að breyta þessari greiðslu og þessu skeggi… vegna þess að ég játa að ég er eins og einhverskonar snjómaðurinn ógurlegi.

Hjalti G. Hjartarson eða snjómaðurinn ógurlegi?

Hjalti G. Hjartarson eða snjómaðurinn ógurlegi?

Rúlluterta

Korinna gerði bilað góða rúllutertu þegar Pabbi og Rúna komu í kaffi.

Jörvi tók mjög vel á móti þeim eins og flautandi naggrís passar.

Rullade

Rullade

« Previous entries · Next entries »