/customers/hjalti.se/hjalti.se/httpd.www/wordpress/wp-content/plugins/wp-cache/wp-cache-phase1.php hjalti.se – Myndablog » 2009 » April
inicio mail me! sindicaci;ón

Archive for April, 2009

Jörvi og Hamborgaraveislan

Ég sá að í augnablikinu er bæjarhátíð Dalabyggðar sem er kölluð Jörvagleði eftir mínum háttvirta naggrís Jörva.

Ég smelli þessvegna inn einni góðri af Jörva þar sem hann er að spóka sig á stofugólfinu.

Jörvi að spóka sig

Jörvi að spóka sig

Og svo má að sjálfsögðu ekki sleppa hamborgaraveisluni sem ég lofaði í síðasta bloggi.

Grænmeti er ómissandi með hamborgaranum

Grænmeti er ómissandi með hamborgaranum

Kjötið er kryddað með sérstakri kryddblöndu

Kjötið er kryddað með sérstakri kryddblöndu

Heimabakað hamborgarabrauð sem slær öllu út

Heimabakað hamborgarabrauð sem slær öllu út

Kosningar myndatökur og matur…

Ég er búinn að vera letiljósmyndari síðan í október eða eithvað þannig að núna er kominn tími til að taka sig á.

Karlinn er kominn með nýja vél Canon EOS 1D mkIII og ég ætla að reyna að taka vélina með mér í sem flest.

Kosningarnar eru líka komnar og eftir mikla feldlegu hef ég endað á því að snúa Sjálfstæðisflokkin baki í fyrsta skiptið á æfinni og kýs samkvæmt útilokunaraðferðini.

1. Samfylking – out

2. Sjálfstæðisflokkur – out

3. Vinstri Grænir – out

4. Borgarahreyfing – out

Þá kemur bara 1 til greina og hann varð fyrir valinu.

Við Korinna höfum verið rosaleg að elda frábæran mat síðastliðna daga þannig að ég hef myndað það aðeins. Hérna er sushiveisla gærdagsins.

Fiskur skorinn

Fiskur skorinn

Skorinn silungur, gúrka, avocado og lax

Skorinn silungur, gúrka, avocado og lax

Smjörsteiktur humar með sem "sashimi"

Smjörsteiktur humar með sem "sashimi"

Smjörsteikti humarinn góði

Smjörsteikti humarinn góði

Hamborgaraveisla í næsta þætti!

Skegg!

Síðastliðnar vikur hef ég safnað skeggi….

Ekki viljandi endilega en ég hef bara verið að prófa…..

Næsta mynd sem ég set inn verður sjálfsmynd eftir að ég er búinn að breyta þessari greiðslu og þessu skeggi… vegna þess að ég játa að ég er eins og einhverskonar snjómaðurinn ógurlegi.

Hjalti G. Hjartarson eða snjómaðurinn ógurlegi?

Hjalti G. Hjartarson eða snjómaðurinn ógurlegi?

Rúlluterta

Korinna gerði bilað góða rúllutertu þegar Pabbi og Rúna komu í kaffi.

Jörvi tók mjög vel á móti þeim eins og flautandi naggrís passar.

Rullade

Rullade