/customers/hjalti.se/hjalti.se/httpd.www/wordpress/wp-content/plugins/wp-cache/wp-cache-phase1.php hjalti.se – Myndablog » 2008 » June
inicio mail me! sindicaci;ón

Archive for June, 2008

Áskoranir í eina færslu

Völundur skoraði á mig með

Staðsetning: Gullinbrú
Hugarástand: Líkfundur

Status: Klárað

Andri skoraði á mig með

Staðsetning: Ísbúðin í vesturbænum
Hugarástand: Þjáning

Status: Óklárað

Vera skoraði á mig með

Staðsetning: Lítil krúttleg brú sem fer yfir Elliðá í skóginum í Elliðárdal
Hugarástand: Think JOLLY, think Lolly POP með MIKA ;-)

Status: Óklárað

Staðsetning: Hvar sem augu er að finna
Hugarástand: skyggnst inn í eilífðina bakvið augun

Status: Óklárað

Held að þessar 3 næstu ókláruðu séu flottar svona til að hafa eithvað að gera á næstuni.

Gaman að sjá hvað þetta náði öllum að vera memm í þessu.

Ef þið hafið fleiri áskoranir þá er endilega að skella þeim inn :)

Grillkvöld á pari

Höfðum alveg æðislegt grillkvöld hjá Guðrúnu og Hössa í kvöld. Skelli inn myndum frá þessu :)

Áskorun 1: Murder in Suburbia

Völundur sendi mér áskorun í dag

Staður: Gullinbrú
Hugarástand: Líkfundur

Breytti þessu örlítið til að gera þetta aðeins gerlegra fyrir mig. Og það er svona

“Leiðin að morði við Gullinbrú”

Murder in Suburbia

Used and Abused

Er í smá vandræðum með motivation og hugmyndir í ljósmyndun hjá mér þannig að ég ákvað að fara í smá labbitúr áðan og reyndi að ná einhverju skemtilegu.

Framkvæmdir í Langarima Canon EOS 5D – EF 135mm f/2

Sjáið myndir frá undanförnum dögum hér

Annars fékk ég hugmynd í þessum labbitúr hvernig væri hægt að kveikja í manni þegar maður er að reyna að finna sér eithvað áhugavert.

Sendið mér línu hérna í commentunum
1. Staðsetningu (Helst ekki mikið meira en klukkutíma frá heimilinu svo að þetta sé gerlegt)
2. Hugarástand

Svo verð ég að myndskreyta þetta og koma með myndaseríu frá staðsetninguni með hugarástandinu sem þú stingur upp á.

Ekki vera feimin!

Ekki gleyma mér….

Gleymm̩rei РCanon EOS 5D РCanon EF 135mm f/2

17 Júní

Fórum að hitta Guðrúnu og Hössa á 17′a júní og hann Jaki var líka heima.

Hann varð sérstakt módel þennan daginn.

Hvað ertu að gera með beinið mitt tíkin þín – 5D + 24-105L

Hann neitaði að gefa mér beinið mitt - 5D + 24-105L

Miklar fréttir úr öllum áttum

Jæjja, miklar fréttir hjá hjalta.se núna.

Þann 17 maí kvæntist ég henni Korinnu minni og gekk það alltsaman allt eins og í sögu. Þjóðhátíðar dagur Normanna var frekar þungbúinn á snæfellsnesinu og beið okkar þar rigning og þoka. Sem er náttúrulega ekkert nema flott þegar þú ert þarna undir jökli við þessa æðislegu kirkju á Búðum.

Korinna og Hjalti

Hjaltinn

Korinna

Brúðkaupsmyndir eftir Tómasz Þór Veruson

Eftir brúðkaupið vorum við svo með pakkaopnun með fjölskylduni og var það alveg æðislegt að hitta alla svona rólega og opna allar æðislegu gjafirnar sem við fengum.

21′a Maí háfust svo hveitibrauðsdagarnir og við lögðum á stað í brúðkaupsferð. Fyrsta stop var München. Við tókum flugið til Fredrichshafen og þaðan lest í gegnum Ulm til München. Hótelið okkar var beint við lestarstöðina í tyrkneska hverfinu.

Í München löbbuðum við mikið, drukkum góðan bjór og borðuðum besta mat í öllum heiminum.

Við fórum í Útrýmingabúðir Nazista í Dachau þar sem æðislegur leiðsögumaður sýndi okkur allt það hræðilega sem hefur gerst þar.

Við fórum á ólympíuleikvangin í München og á BMW safnið.

Eftir 4a daga þá fórum við svo í næturflugi með Qatar Air til Doha í Qatar í 5 klukkutíma og svo í 6 klukkutíma flug til Male í Maldívueyjum.

Þegar við stigum úr vélini horfum við niður í vatnið og þar eru litlir fiskabúrsfiskar að synda rétt við bakkan.

Svo voru það 10 dagar á Maldívueyjum sem tóku við og er þessi staður það al magnaðasta sem ég hef séð á æfini. Eyjan er 1400×300 metrar og það eru rétt um 500 bungalow á eyjuni. 7 Veitingastaðir, 5 barir, köfunarstöð, 2 tehús, 2 spa, tennisvöllur og 6 holu golfvöllur, en samt sem áður geturðu labbað meðfram eyjuni endilangri og ekki séð nema kanski 2 pör að labba meðfram ströndini. Ef þú skellir á þig köfunargleraugum og loftpípu þá sérðu svona rétt yfir 100 fiska, skötur, hákarla og jafnvel ef þú ert heppin skjaldbökur að snæða sjógras.

Fáránlega magnaður staður!

Á leiðini heim stoppuðum við aftur í München tókum með okkur eina vatnspípu og skelltum okkur í verstu flugferð ferðarinnar með versta flugfélagi í heimi Icelandair.

Kem örugglega með fleiri myndir hérna seinna einhverntíman.