/customers/hjalti.se/hjalti.se/httpd.www/wordpress/wp-content/plugins/wp-cache/wp-cache-phase1.php hjalti.se – Myndablog » 2008 » January
inicio mail me! sindicaci;ón

Archive for January, 2008

Lensbaby dagur

Mikið í gangi í vinnuni og ég reyndi að brjóta upp daginn þegar ég var á leiðina í vinnuna og þegar ég var í pásum.
Grafa að laga gatnamót
Grafa a̡ laga g̦tuna РCanon 5D РLensbaby v3

Einn í smók
Maður úti í smók – Canon 5D – Lensbaby v3

Hjördís að súpa
Hjördís - Canon 5D – Lensbaby v3

Eins og ég póstaði um daginn þá kolféll ég fyrir Lomo, og þetta er svona að heilla mig álíka mikið.

Æðisleg linsa og mikið skemtilegt hægt að gera.

Lomo? Tilt focus? Lensbabies!

Lensbabies prufa

Canon 5D Lensbaby @ f/2

Fékk Lensbaby fyrir 2 dögum og sit uppí vinnu með vélina hliðiná mér og ákvað að mynda það sem var næst.

Ekkert smá áhugaverður fókus í þessu dóti, maður verður alveg hálf ringlaður….

Sjálfsmyndir

Einu sinni ætlaði ég mér að taka 100 sjálfsmyndir á 100 dögum eins og aðrir hafa gert. Til dæmis Árni Torfa.

Ég entist í 42 daga og það er hægt að sjá þessar 42 myndir hér.

Ég var í smá töku í vinnuni í dag og ákvað nú bara að smella einni sjálfsmynd á meðan að stelpurnar voru í fataskiptum.

Hjalti G. Hjartarson

Svo þegar þær hættu að vera berrasaðar….

Hjalti.se, Begga til hægri og Svana til vinstri

…þá vildu þær fá myndir af sér. Og þær hepnuðust líka vel.

Tilt shift

Ég fékk smá æði í morgun þegar ég datt inn á Til Shift myndasíðu. Ég fann líka hvernig þú getur gert feik svona.

Ég prófaði þessvegna að búa til eina feik svona mynd af einum karlinum á verkstæðinu og mér fynnst þetta bara ekkert af og frá.

Tilt Shift Villi
Ég auglýsi þessvegna eftir TS linsu (Lensbaby, Canon 24mm TS eða Canon 90mm TS.

Gamlar myndir

Stundum er maður að grafa eftir gömlum myndum í myndasafninu sínu og þá finnur maður gullmola sem maður misti kanski af fyrsta og kanski eina skiptið sem maður rúllaði yfir myndirnar úr ferð.

Mér fynnst þetta alltaf voða gaman og geri af og til.

Dyrhólaey frá Reynisdröngum

Dyrhólaey séð frá Reynisdröngum Apríl 2006

Ég held samt að eitt sem að ljósmyndari oft þarf að muna er að góður ljósmyndari er ekki sá sem tekur bestu myndirnar, heldur sá sem finnur góðar myndir úr safni margra mynda. Að sjálfsögðu þá skiptir tækni og kunnátta miklu máli, en ljósmyndari sem sér ekki góðu myndina eftir töku getur aldrei orðið góður ljósmyndari að mínu mati.

Enda verður maður betri og betri með tímanum sem gerir það að verkum að þegar maður fer tilbaka þá sér maður kanski myndir sem maður sá ekki í fyrstu atrennu.

Starfsmannamyndir Kynnisferða

Var beðin um að taka starfsmannamyndir í Kynnisferðum í dag og tók myndir af öllum verkstæðiskörlunum.

PéturÓliDanniBubbiÓmar

Fullt af nýjum myndavélum!

Síðastliðna 2 daga hafa verið tilkynntar alveg haugur af myndavélum frá mismunandi fyrirtækjum eins og Pentax/Samsung K20D og K200D, Fuji F100fd, Canon EOS 450D og margt fleira.

Þessar 4 sem ég nefni þarna eru mest spennandi vélarnar sem hafa verið tilkynntar.

K20D er með 14.8 megapixla (á 1.5 croppi) en þeir halda því fram að þetta sé alveg æðisleg vél. Það verður nú samt áhugavert að sjá hversu korníóttar myndirnar verða með þennan auka 14.8 mpx.

Þessi vél lítur samt soldið út eins og geimskip og það er nú bara fjör.

Hér er mynd af þessari vél

Pentax K20D

K200D er svo ódýrari og einfaldari útgáfa af þessari vél.

Það sem er kanski meira áhugavert frá Pentax er það að þeir koma nú með nýjar linsur og þetta eru einmitt linsurnar sem Pentax vantaði.

smc PENTAX-DA* 200 mm F2.8ED [IF] SDM

smc PENTAX-DA* 300 mm F4ED [IF] SDM

2 Langar Prime linsur sem munu vonandi hjálpa Pentax að komast betur inn í Pro markaðin. Verður áhugavert að sjá hvernig og kanski aðalega HVENÆR þessar linsur koma á markað.

Næsta vél er Canon EOS 450D sem er í raun það sem maður gat búist við frá Canon, Skemtileg vél með alltof mikið af megapixlum með hálf asnalega stórum skjá sem verður voðalega vinsæl og fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í ljósmyndun mun kaupa endalaust mikið af henni.

Viljið þið mynd?

eos450dback.jpg

Svo kemur það sem mér þótti vera lang áhugaverðast.

Lítil P&S vél frá Fuji arftaki F30 og F31fd og hún er kölluð F100fd

Núna erum við að tala saman :)

Vélin er með 12 megapixla sem er alltof mikið fyrir litla vél, en þeir halda því fram að það sé kominn ný stilling sem kallast “High dynamic range” til þess að ná betur ljósu og dökku svæðunum. Vélin er með Face Detection búnað (Hardware) sem læsir fókusnum á andlitið á fólki. Mjög áhugaverð tækni sem virkar ótrúlega vel á þessum litlu vélum. Þeir eru líka búnir að skella “Dual Image Stabilisation” í vélina sem gerir það að ef þú kveikir á þessu þá hreyfist sensorinn með hreyfingum og ISOið rýkur upp úr öllu valdi upp í ISO 12800 sem ætti að skila þér alveg hræðilega kornóttum myndum. Samt sem áður þá hef ég trölla trú á þessari vél og ég vona að hún skilar því sem F30, F31fd og F50fd hafa verið að skila fyrir litlar vélar.

Þetta er vonandi vél án shutter lags og án allskonar leiðindarhluta sem lýsa yfirleitt litlu vélunum.

F100fd

Vonandi lýsir þetta af einhverju leiti nýjustu vélunum á markaðinum síðastliðna 2 daga.

Hægt er að sjá mun betri og hlutlausari lýsingu á þessu öllusaman á www.dpreview.com

Alli Hjelm

Alli kom í heimsókn í vinnuna til mín.

Smellti einu portraitti af karlinum.

Alli Hjelm
Canon 5D 135mm f/2 L @ f/2

Mánudagsmorgun

Kaffibolli, diskur og heftari

ISO 3200 á 5D með 24-105 f/4 L

Morgnarnir að verða bjartari og bjartari.

Miðbæjar rotta

Einu sinni var ég miðbæjar rotta, ég bjó á Snorrabrautini á horni Laugavegar og Snorrabrautar og einu Pizzur sem ég keypti voru hjá Eldsmiðjuni og Reykjavik Pizza company.

Þegar að konan mín var komin með ógeð á miðbænum og vildi gerast Suburbian þá samþykkti ég það en kveið pínu fyrir að flytja í úthverfi.

Allt hefur nú samt verið fínnt og gott og manni líður mun betur hérna en af og til þá fer maður í 101 Reykjavík til að sjá hvað það var sem maður bjó við.

Þegar maður les og heyrir að verktakar ætla að rífa yfir 100 hús í miðbæ Reykjavíkur þá bregður manni og maður hugsar hvað gerist með miðbæjjinn, gamla heimilið.

Skylda ljósmyndara er að skrásetja og að gerast vitni af tímanum sem er að líða

Hér með byrjar skrásetning mín.

Hurð í porti

Dillon Beer Garden - Once my favourite bar down town

Bókabúðir eru einn uppáhalds staðurinn minn í miðbænum

Next entries »